top of page

kanilsnúðar ala vala

hvað þarf?

Hvað á að gera?

IMG_1738_edited.jpg

· Eldfast mót

· Kökukefli

· Bökunarofn

​

Í deigið:

· 5 og 1/2 bolli hveiti

· 1/4 bolli sykur

· 2 bollar haframjólk (eða kúamjólk)

· 1/2 bolli smjörlíki

· 1 tsk salt

· 1 pakki þurrger

​

Í fyllinguna:

· 3/4 bolli sykur

· 3/4 bolli smjörlíki (við stofuhita, þ.e.a.s. mjúkt)

· 2 msk kanill

​

Ofan á snúðana:

· Flórsykur

· Haframjólk (eða kúamjólk)

· Dass af vanilldropum

​

Ef þið treystið ykkur ekki til þess að baka kanilsnúðana sjálf getið þið beðið einhvern um að gera það með ykkur eða farið inná instagram.com/tonabaer og skoðað Bökunarhorn Völu í Highlights. Þar fer hún í gegnum ferlið skref fyrir skref.

· Byrjið á því að smyrja eldfasta mótið að innan með smjörlíki

· Bræðið restina af smjörinu

· Blandið mjólkinni, sykrinum og smjörinu vel saman, blandan ætti að vera u.þ.b. 37° á celsíus

· Hellið þurrgerinu yfir blönduna og látið standa í 1 mínútu

· Setjið hveitið og saltið í skál og blandið vel

· Setjið báðar blöndurnar saman í skál og hrærið vel

· Setjið hreint viskastykki yfir skálina og látið deigið standa í 1 klukkustund

· Þegar deigið hefur staðið í klst skuluð þið setja það á hveitistráð borð og byrja á að hnoða það

· Því næst skuluð þið fletja deigið út svo það sé u.þ.b. hálfur sentímeter að þykkt

· Þá skuluð þið smyrja deigið með mjúku smjörlíki, strá sykrinum yfir og strá svo kanilnum þar yfir

· Rúllið deiginu upp og skerið í u.þ.b. 3 sentímeter þykka snúða

· Raðið snúðunum í eldfasta mótið og látið standa í 30 mínútur

· Stillið ofninn á 180°og blástur

Þegar 30 mínútur eru liðnar skuluð þið setja eldfasta mótið í miðjan ofninn í 25-30 mínútur

· Blandið svo saman flórsykri, mjólk og vanilludropum og hellið yfir snúðana þegar þeir koma út úr ofninum

· Og svo njóta!

Bananabrauð

Hvað Þarf?

Hvað á að gera?

1400x840_korteri4-bananabrauð.jpg

· Brauðform eða eldfast mót

· Hrærivél eða písk

· Gaffal

​

Í bananabrauðið:

· 1 egg

· 3 bananar, vel þroskaðir og brúnir

· 5 dl hveiti

· 1/2 tsk salt

· 1/2 tsk matarsódi

· 1/2 tsk lyftiduft

· Hrærið saman egg og sykur vel saman í dágóða stund eða þar til blandan er orðin létt og ljós.

· Stappið bananana gróflega með gaffli og bæði út í eggjahræruna

· Blandið öllum þurrefnunum saman í skál og blandið síðan varlega saman við hin hráefnin með sleif

· Setjið í brauðform með smjörpappír og látið í 190°c heitan ofn, undir og yfir hita,  í 40 mínútur

bottom of page