top of page

feluleikur

29709210-cute-funny-baby-girl-playing-hi

hvað þarf?

· Þig

· Vin eða gæludýr

Hvað á að gera?

· Einn telur upp á 30 á meðan hinir    fela sig einhvers staðar

· Þegar einn hefur talið upp á 30 fer    hann að leita að hinum

· Felustaðir gætu verið undir rúmi, bak við gluggatjöld, inni í sturtunni o.s.frv. 

eina króna

unnamed.jpg

hvað þarf?

· Þig

· Nokkra vini

· 1 staur

Hvað á að gera?

· Einn er hann og byrjar á því að telja upp á 40 við staurinn á meðan hinir hlaupa og fela sig.
· Svo fer sá sem taldi að leita að hinum.

· Ef hann sér einhvern á hann að hlaupa að staurnum, snerta hann og segja hátt og skýrt “eina króna fyrir Önnu 1,2 og 3.

· Þeir sem földu sig eiga að reyna að vera á undan þeim sem er hann að snerta staurinn og segja hátt og skýrt „eina króna fyrir mér 1,2 og 3“

· Fyrsti einstaklingurinn sem sá sem er hann náði er hann í næsta leik.

1,2,3,4,5 dimmalimm

unnamed%20(1)_edited.jpg

hvað þarf?

· Þig

· Nokkra vini

· Vegg

· Smá pláss

Hvað á að gera?

· Einn er hann og byrjar á því að telja upp við vegg.

· Hinir eru við upphafsmarkið í smá fjarlægð frá veggnum.

· Sá sem “er’ann” segir hátt  „einn, tveir, þrír, fjórir, fimm Dimmalimm” á meðan hann er að telja þá eiga hinir krakkarnir að gagna í áttina að honum, þegar grúfarinn er búinn að segja þuluna snýr hann sér við og lítur yfir hópinn ef hann sér einhvern hreyfa sig verður sá aðili að fara aftur á byrjunarreit.

· Sá sem er 'ann fer svo aftur með þuluna og ef einhver kemst yfir þá eiga alllir að hlaupa til baka og grúfarinn reynir að ná einhverjum, ef hann nær einhverjum þá á sá að “vera ’ann“

bottom of page